Eitt af litlu börnunum í Vefgerðinni er bakstursbloggið Blaka, en annar stofnandi Vefgerðarinnar, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, er mikill ástríðubakari.
Þegar að Lilja viðraði þá hugmynd að opna bakstursblogg við eiginmann sinn, vefsnillinginn Guðmund R. Einarsson, beið hann ekki boðanna og hannaði fallegasta kökublogg í heimi fyrir sína heittelskuðu.
Blaka opnaði þann 2. júní árið 2015, aðeins nokkrum dögum áður en Guðmundur og Lilja eignuðust sitt fyrsta barn saman.
Blaka hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessum fjórum árum, bakað fyrir forseta Íslands, átt ýmsar uppskriftir á einni stærstu matarsíðu heims, Foodgawker, og búið til alls konar meistaraverk og mistök.
Í tilefni af afmælinu eru hér nokkrar góðar og sígildar uppskriftir fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér í eldhúsinu: