

Guðmundur R. Einarsson gegndi starfi markaðs- og þróunarstjóra miðilsins og lyfti grettistaki er hann sameinaði DV og alla undirmiðla þess, þar á meðal Bleikt, 433 og Pressuna, á einn stað á dv.is. Guðmundur sá einnig um endurhönnun prentútgáfu DV sem og að markaðssetja miðilinn. Guðmundi tókst á nokkrum mánuðum, með því að nota sína sérþekkingu til hins ítrasta, að tvöfalda heimsóknarfjölda dv.is.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir tók síðan við ritstjórastarfi á DV og unnu þau Guðmundur hlið við hlið allt þar til Torg ehf., sem á Fréttablaðið og Hringbraut, keypti miðilinn á vormánuðum 2020.


