Ég sérhæfi mig í vefhönnun og -þróun, forritun, verkefnastjórnun, stafrænni umbreytingu og notendaupplifun. Ég er með 25 ára starfsreynslu; byrjaði sem hönnuður og forritari en hef á síðari árum fært mig meira út í að leiða stærri verkefni í stafrænni þróun.
Aðalstyrkleiki minn felst í því að ég er mjög fær að leiða saman hönnuði og forritara, hlusta á þarfir notenda og þannig skapa bestu mögulegu stafrænu lausnina. Ég hef unnið víðs vegar um heiminn, til dæmis í Englandi, Þýskalandi og Taílandi, og hef yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af því að hafa samskipti við erlenda þjónustuaðila og hef ríkan skilning á þessum heimi.
Sem stendur er ég í starfshópi á vegum Landspítalans um nýsköpun og stafrænar lausnir innan heilbrigðiskerfisins.
Ég legg mikinn metnað í að vinna samkvæmt UX-hugmyndafræðinni þar sem notandinn er ávallt í fyrsta sæti og hef mikla reynslu af því að stjórna UX-hópum og UX-notendaprófunum.
Starfsreynsla
Apríl 2021 – September 2022 / Ísland
MBL.is
Stafrænn leiðtogi / Verkefnastjóri
Í starfi mínu sem stafrænn leiðtogi og verkefnastjóri tók ég þátt í búa til nýjar, stafrænar lausnir
fyrir mbl.is. Einnig tók ég þátt í stefnumótun til að leita leiða til að gera vefinn notendavænni.
Janúar 2021 – Apríl 2021 / Ísland
RÚV
UX hönnuður / Ráðgjafi
Ég var fenginn tímabundið til starfa hjá RÚV til að laga og breyta um stefnu í hýsingarmálum.
Auk þess bjó ég til UX hönnun á nýjum vef RÚV.
Janúar 2018 – Mars 2020 / Ísland
DV.is
Markaðs- og þróunarstjóri
Ég sá einn um vefhönnun- og þróun á dv.is, sem og að endurhanna vörumerkið dv.is
og undirvefi. Eftir endurhönnun tvöfaldaðist heimsóknarfjöldi og viðvera notenda á
vefnum jókst um 600%
Nóvember 2014 – Janúar 2018 / Ísland
Pipp
Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna
Vefhönnun og -þróun með áherslu á leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu.
Júlí 2015 – Desember 2015 / Ísland
Bókun
Sölu- og markaðsstjóri
Ég gekk til liðs við ferðaþjónustufyrirtækið Bókun ehf. árið 2015 og tók þátt í þróun
og vexti fyrirtækisins á erlendri grundu.
Desember 2011 – Október 2014 / Ísland, Sviss
WEDO
Stofnandi og meðeigandi / Yfirmaður stafrænna lausna
Innan nokkurra mánaða varð WEDO ein af stærstu vefstofunum á Íslandi. Við unnum
fyrir stór, íslensk fyrirtæki sem og stöndug, erlend fyrirtæki.
Janúar 2011 – Desember 2011 / Ísland, Holland
Five Degrees
Yfirmaður stafrænna lausna, Vefhönnuður
Hjá Five Degrees eru þróaðar stafrænar lausnir í bankageiranum og var ég yfirmaður
stafrænna lausna hjá fyrirtækinu.
Janúar 2010 – Febrúar 2011 / Ísland
Skapalón
Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna
Stofnaði veffyrirtækið Skapalón með öðrum og varð fyrirtækið fljótt eitt stærsta vefhús
landsins og vann til fjölmargra verðlauna á Íslensku vefverðlaununum.
Ágúst 2008 – Janúar 2010 / Ísland
LazyTown Entertainment
Yfirmaður stafrænna lausna / Ofurhetja
Ég bar ábyrgð á vefsíðum Latabæjar og þróaði áfram nýjar vefhugmyndir fyrir
aðdáendur um heim allan.
Október 2005 – 2008 / London – Bretland
GRE Freelance
Vefhönnuður
Ég var búsettur í Bretlandi á þessu tímabili og vann sem freelance vefari. Á þessu
tímabili vann ég vefsíður eins og Daily Mail og CNN.
Maí 2002 – Október 2005 / London, Leeds – Bretland
Zoomedia
Meðstofnandi og meðeigandi, Yfirmaður stafrænna lausna
Ég stofnaði fyrirtækið Zoomedia í Bretlandi sem sérhæfði sig í sniðugum og skapandi
lausnum á vef og prenti. Einnig sinntum við vörumerkjaþróun fyrir breiðan kúnnahóp.
Mars 2000 – Maí 2002 / Guildford – Bretland
Differentis
Senior Web Developer
Vann sem „senior web developer“ hjá tæknifyrirtækinu Differentis í Bretlandi.