Ég er menntuð leikkona frá rússneska háskólanum GITIS. Ég hef unnið sem blaðamaður á Íslandi í tæp 20 ár, á prentmiðlum, í útvarpi og sjónvarpi. Ég er mjög metnaðarfull og lærdómsfús. Ég er algjör fullkomnunarsinni og mér kemur vel saman við nánast hvern sem er.

Starfsreynsla

2018-2020 / Ísland

DV

Blaðamaður / Ritstjóri

Ég hóf störf sem blaðamaður á DV í september 2018 og tók þá að mér að þróa nýjan undirvef, Matur á DV. Þann undirvef sá ég um í nokkra mánuði, áður en ég tók við yfirumsjón dægurmála á DV og varð síðar gerð að ritstjóra DV og allra undirmiðla.

2018 / Ísland

Mannlíf

Verkefnastýra

Sinnti starfi verkefnastýru á nýstofnuðum vefmiðli mannlif.is. Auk þess tók ég þátt í þróun og útlitsbreytingum á fríblaðinu Mannlífi.

2020- / Ísland

Pipp

Stofnandi / Textasmiður

Ég og eiginmaður minn stofnuðum stafrænu markaðsstofuna Pipp þar sem ég geng í flest störf – allt frá bókhald til textaskrifa.

2015 / Ísland

Ísland í dag – Stöð 2

Dagskrárgerðarkona

Ritstýrði og vann innslög fyrir Ísland í dag á Stöð 2.

2013-2015 / Ísland

Fréttablaðið

Umsjónarkona Innblaðs

Ritstýrði innblaði Fréttablaðsins og Lífinu á visir.is. Þar sá ég um mannaforráð, skipulagningu, eftirfylgni og hugmyndafundi.

2012-2013 / Ísland

Sagafilm

Kynningarstjóri

Sinnti starfi kynningarstjóra fyrir framleiðslufyrirtækið Sagafilm. Einnig tók ég þátt í leikaravali, sat hugmyndafundi og skipulagði fundi með stórum framleiðendum um heim allan.

2006-2012 / Ísland

Séð og Heyrt

Blaðamaður / Ritstjóri

Byrjaði að vinna sem blaðamaður á tímaritinu en vann mig upp í ritstjórastöðuna sem ég sinnti 2011-2012.

2003-2005 / Ísland

Fréttablaðið

Blaðamaður

Hér byrjaði ferillinn í blaðamennsku, í Allt hluta Fréttablaðsins sem þá var.

Önnur verkefni

Þýðingar á sjónvarpsþáttum Tulipop – 2019-2020
Útgáfa bakstursbókarinnar Minn sykursæti lífsstíll – 2019
Aðalhlutverk í áramótaauglýsingu Orkusölunnar – 2018
Aðstoðarkona framleiðanda Ricky Gervais við gerð heimildaþátta fyrir Netflix – 2017 Kynningarstörf fyrir bókhaldsfyrirtækið Uniconta – 2017
Skrifaði hluta af bókinni What, Where and How in Iceland á ensku – 2017 Blaðamaður fyrir Gay Iceland (allt skrifað á ensku) – 2016/2017
Komst í topp 10 í Gullegginu með hugbúnaðinn Freebee – 2017
Bakaði í 24 klukkutíma á heimili mínu að Melgerði 21 í Kópavogi til styrktar Krafti – 2016
Á og rek bakstursbloggið blaka.is – Opnað 2015
Blaðamaður á Must See in Iceland (allt skrifað á ensku) – 2015-2019
Lék aðalhlutverk í þáttunum Makalaus sem sýndir voru á Skjá Einum – 2011