Markmið síðunnar er að kynna erlenda ferðamenn fyrir öllu því besta sem Ísland hefur uppá að bjóða, hvort sem það eru ferðir, staðir, verslanir eða veitingastaðir. Á síðunni er einnig hægt að finna góð ráð fyrir útlendinga um reglur og siði á Íslandi en líka sparnaðarráð ef pyngjan er létt. Á síðunni eru einnig seldar sérvaldar ferðir um Ísland.
Hugmyndin á bak við síðuna er að erlendum ferðamönnum eigi að líða eins og þeir séu að tala við vin sem er að mæla með einhverju þegar þeir lesa skrif á síðunni og að þeir fái að kynnast stöðum og kennileitum sem er ef til vill ekki að finna í öllum ferðabókum.
Samstarfið við Must See er enn í gangi og verður það vonandi um ókomna framtíð, enda afar gjöfult og gott.