

Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice leituðu til okkar til að búa til vefsíðu fyrir hátíðina. Í sameiningu unnum við að frábærri hugmynd þar sem andi hátíðarinnar var túlkaður á vefsíðu þar sem tónlist, texta, litum og stemningu er blandað saman.
Núna erum við búin að vinna saman í sex ár, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019 og 2020 og ferlið er búið að vera fáránlega skemmtilegt. Síðastnefnda árið tókum við virkan þátt í undirbúningi hátíðarinnar, en henni var frestað til 2021 vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Svo er auðvitað einstaklega ánægjulegt að vefsíðan sem var opinberuð í lok árs 2016 fékk tilnefningu til CSS-verðlauna.
