Það má með sanni segja að það hafi verið mikið stuð á skrifstofu Vefgerðarinnar upp á síðkastið, en við höfum verið svo heppin að vinna vefsíðu fyrir glænýja vodkategund, Helix 7 Vodka.

https://www.vefgerdin.is/verkefnin/helix-vodka/

Þar til við kynntumst Helix 7 vodka vorum við ekki mikið fyrir sterkt áfengi en nú höfum við unun að því að blanda okkur alls kyns vodka kokteila, þó við gætum að sjálfsögðu alltaf meðalhófs.

Svo erum við líka búin að fá að smakka systurtegundina, Askur Gin, og auðvitað fengum við líka að búa til vefsíðu fyrir þann dásamlega drykk.

https://www.vefgerdin.is/verkefnin/askur-gin/

Við hlökkum því til sumarsins á pallinum þar sem við sötrum kokteila, syngjum með löngu gleymdum smellum og nýtum hverja einustu sólarstund!