Vagnstjórinn stendur sigurviss og sjálfsöruggur á vagninum og heldur í ljónin sín tvö. Hér sjáum við tvíhyggju – eða dúalisma – því annað ljónið er hvítt en hitt svart. Það svarta er táknrænt fyrir réttlætið og það hvíta fyrir miskunnsemi. Þessi tveir andstæðu kraftar draga vagninn áfram en einnig frá hvoru öðru í tilraun til að kljúfa vagninn, en það er hlutverk vagnstjórans að halda þeim undir algjörri stjórn eða ellegar horfast í augu við afleiðingar þess. Þó hann sé fullur innra óöryggis vegna þessa möguleika sýnir hann aðeins stöðugleika og sjálfsöryggi út á við. Lykilatriðið í þessu öllu er þó það að hann er staðsettur undir stjörnutjaldhimni sem táknar áhrif plánetanna og örlagana sem stýra honum til sigurs. Þegar þetta fallega spil birtist í lestri er það tákn örlagaríks sigurs, eftir þó aga, vinnusemi og dugnað.