Tónlistarhátíðin Secret Solstice tilkynnti á dögunum hver stærstu nöfnin væru sem koma fram á hátíðinni næsta sumar. Foo Fighters, Prodigy, Richard Ashcroft og fleiri góðir listamenn. Þvílík veisla!
En það var ekki það eina sem var afhjúpað þann daginn. Secret Solstice afhjúpaði líka glænýja vefsíðu sem forsvarsmenn hátíðarinnar unnu í samvinnu við okkur.
Við erum rosalega ánægð með síðuna sem okkur finnst endurspegla þessa hátíð, sem er búin að skipa sér fastan sess í hjörtum fjölmargra Íslendinga. Við erum líka í skýjunum með samstarfið við forsvarsmenn Secret Solstice – algjört toppfólk þar á ferð.
Auðvitað segjum við bara fallega hluti um síðurnar okkar því við erum stolt af þeim og finnst þær æði. En í tilviki Secret Solstice erum við ekki þau einu sem róma þessa fagurappelsínugulu vefsíðu. Hún er nefnilega tilnefnd til CSS Design-verðlaunanna, virtra verðlauna innan vefbransans þar sem það besta af vefnum er tekið saman á einn stað.
Nú fer fram kosning en margar frábærar vefsíður eru tilnefndar til verðlaunanna. Kosningin er opin og getur hver sem er kosið. Þannig að ef þú vilt gera góðverk rétt fyrir jólin getur þú smellt á Vote og farið með góða samvisku inn í hátíðarnar.
Við göngum allavega í sæluvímu inn í helgina og erum þakklát fyrir að fá að vinna með svona stórkostlegu fólki að mikilfenglegum verkefnum sem tekið er eftir.